Freyðivíns-mojito

Umsjón/ Guðný HrönnMyndir/ Rakel Rún Garðarsdóttir Hér er sígildi kokteillinn mojito í svolítið öðruvísi búningi – með freyðivíni. FREYÐIVÍNS-MOJITO 1 HÁTT GLAS12 myntulauf, auka til að skreyta með ef vill1 tsk. hrásykur½ límóna, safi nýkreistur35 ml romm, við notuðum Mount Gay Barbadoskælt freyðivín, við notuðum Amaluna Brut Organicklakar Setjið myntuna, sykurinn og límónusafann í glas og stappið vel saman með kokteilkremjara. Bætið rommi saman við og fyllið upp í glasið með klökum. Toppið með freyðivíni og skreytið með myntulaufum ef vill. Fylgihlutir eru í einkaeign og frá Purkhús, Ármúla 44.
Áskrift krafist
🎉 Prófaðu frítt í 7 daga
Fáðu ótakmarkaðan aðgang að öllum efni Birtíngs í 7 daga án greiðslu.
Prófa frítt núnaErtu þegar með aðgang?
Skráðu þig inn