Fyrsta barnið

Texti: Ragna GestsdóttirMynd: Facebook Kristjana Arnarsdóttir, íþróttafréttakona og spyrill Gettu betur, og Haraldur Franklín Magnús atvinnugolfmaður eiga von á sínu fyrsta barni í sumar. „Gleðilegt nýtt ár frá okkur. Við hlökkum alveg frekar mikið til nýja ársins,“ skrifaði Kristjana í færslu á Instagram þar sem hún deildi mynd af þeim Haraldi. Við textann bætti hún við mynd eða tjákni af barni með snuð. Þeir sem kunna ekki á slíkar myndir voru kannski ekki að átta sig á tilkynningunni, en Kristjana svarar athugasemd með: „Áætluð lending 1. júlí.“ Sumarið mun því færa parinu nýtt hlutverk, foreldrahlutverkið.
Áskrift krafist
🎉 Prófaðu frítt í 7 daga
Fáðu ótakmarkaðan aðgang að öllum efni Birtíngs í 7 daga án greiðslu.
Prófa frítt núnaErtu þegar með aðgang?
Skráðu þig inn