Geggjaðir súkkulaðibitar í nestisboxið
8. júní 2022
Eftir Ritstjórn Gestgjafans

Umsjón: Sólveig Jónsdóttir Stílisti: Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir Mynd: Hallur Karlsson Súkkulaðibitar 12 bitar 200 g 85% súkkulaði 3 msk. pistasíuhnetukjarnar, saxaðir 2 msk. gullrúsínur 2 msk. þurrkuð trönuber Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði og skiptið í lítil form, t.d. sílíkonkonfektform eða muffins-form. Leyfið súkkulaðinu að stífna örlítið áður en pistasíum, rúsínum og trönuberjum er dreift yfir. Látið súkkulaðið stífna alveg inni í ísskáp áður en molarnir eru losaðir úr formunum.
🔒
Áskrift krafist
🎉 Prófaðu frítt í 7 daga
Fáðu ótakmarkaðan aðgang að öllum efni Birtíngs í 7 daga án greiðslu.
Prófa frítt núnaErtu þegar með aðgang?
Skráðu þig inn