Geggjuð grillsósa með rabarbara

Umsjón/ Sólveig JónsdóttirStílisti/ Guðný HrönnMyndir/ Alda Valentína Rós GRILLSÓSA MEÐ RABARBARA 400 g rabarbari, skorinn í bita1 dós tómatsósa1 meðalstór laukur2 hvítlauksrif1 dl hunang3 msk. tómatpúrra1 ½ tsk. reykt paprika1 dl eplaedik½ tsk. salt½ tsk. svartur pipar½ tsk. cayenne-pipar1 tsk. chili-flögur Setjið allt saman í pott og hitið að suðu. Lækkið hitann og látið sósuna krauma í um það bil 20 mínútur. Maukið sósuna með töfrasprota og notið sem marineringu eða penslið á kjöt eða kjúkling. Sósan geymist vel í lokuðu íláti í kæli í 1 viku.
Áskrift krafist
Til að lesa allt greinina þarftu að vera áskrifandi að Birtíng.
🎉 Prófaðu frítt í 7 daga
Fáðu ótakmarkaðan aðgang að öllum efni Birtíngs í 7 daga án greiðslu.
Prófa frítt núnaErtu þegar með aðgang?
Skráðu þig inn