Hrönn Stefánsdóttir er nýkjörinn formaður Gigtarfélags Íslands, en áður starfaði hún rúmlega tuttugu ár sem grunnskólakennari. Á síðari árum hefur áhugi hennar beinst meira að réttindum, velferð og lífsgæðum fólks með langvinna sjúkdóma.
Frá árinu 2012 hefur Hrönn verið formaður Lupus- og Sjögrenshóps Gigtarfélagsins og setið í stjórn félagsins frá 2013. Hún er einnig formaður atvinnu- og menntamálahóps Öryrkjabandalags Íslands frá 2018 og situr í stjórn Öryrkjabandalagsins.
Í gegnum evrópskt samstarf við Lupus Europe tekur hún þátt í Patient Advisory Network, sem hún segir að hafi veitt sér dýrmæt tækifæri til að vinna að faglegum verkefnum fyrir bæði sjúklingasamtök og rannsóknaraðila um alla Evrópu.