Rithöfundurinn Ragnar Jónasson er mikið jólabarn og heldur fast í ýmsar hefðir í kringum jólin, þá einna helst bókalestur við kertaljós en hann getur ekki hugsað sér jól án bóka. Sjálfur var hann að senda frá sér bókina ÚTI sem er spennandi lesning yfir hátíðirnar. Til viðbótar við góðar bókmenntir kemur jólatónlist, snjór, nýbakaðar smákökur og jólaljós honum í hátíðarskap.