Harry Potter dagurinn
28. júlí 2022
Eftir Ritstjórn Vikunnar

Texti: Ragna Gestsdóttir Afmæli galdrastráksins Harry Potter verður fagnað föstudaginn 29. júlí. Á Bókasafni Garðabæjar hefst dagskrá kl. 10 með leitinni að gullnu eldingunni og Sprotagerð Ollivanders. Kl. 12-14 verður síðan sokkasmiðja Dobbys.Við höfum fengið boð um inngöngu í Hogwarts skóla. Komið í skikkjunum ykkar og fáið leiðsögn hjá Ollivander sprotagerðameistara, bjargið húsálfum með Dobby og finnið gullnu eldinguna og vinnið inn stig fyrir húsið ykkar og skrifið ykkur í sögubækur Hogwarts. Upplýsingar: bokasafn.gardabaer.is.
🔒
Áskrift krafist
🎉 Prófaðu frítt í 7 daga
Fáðu ótakmarkaðan aðgang að öllum efni Birtíngs í 7 daga án greiðslu.
Prófa frítt núnaErtu þegar með aðgang?
Skráðu þig inn