Heilbakaðar gulrætur með tímíani og sítrónu

HEILBAKAÐAR GULRÆTUR MEÐ TÍMÍANI OG SÍTRÓNU500 g gulrætur, við notuðum regnbogagulrætur 1-2 msk. ólífuolía½ msk. eplaedik1 ½ tsk. sjávarsalt6 stk. tímíangreinar1/4 sítróna, börkur rifinn smátt1 tsk. sesamfræ, ristuð1/4 tsk. chili-flögur Hitið ofn í 200°C. Þvoið gulræturnar og þerrið vel með eldhússtykki. Setjið í eldfast mót og blandið saman við ólífuolíu, eplaedik, salt og tímían. Bakið í 3040 mín. eða þar til gulræturnar eru eldaðar í gegn. Takið úr ofninum og látið kólna örlítið. Skerið endana frá og skerið gulræturnar því næst í bita eða lengjur langsum. Leggið á disk, rífið sítrónubörk yfir, sáldrið sesamfræjum og chiliflögum yfir og berið fram.
Áskrift krafist
🎉 Prófaðu frítt í 7 daga
Fáðu ótakmarkaðan aðgang að öllum efni Birtíngs í 7 daga án greiðslu.
Prófa frítt núnaErtu þegar með aðgang?
Skráðu þig inn