Á ferðalagi stórfjölskyldunnar til Húsavíkur eitt
sumarið var það ekki Eurovision-lagið um heimabæinn Húsavík úr samnefndri
mynd sem var mér hvað
minnisstæðast, heldur sótti
hugurinn aftur til skrúðgarðsins þar í bæ. Mig langaði að vita meira um sögu
hans, fullviss um að þeir
sem starfa við það óeigingjarna og gjöfula starf að
hlúa að náttúrunni bæti um
leið fegurð heimsins, ekki
eingöngu fyrir sig heldur
komandi kynslóðir.
