Hver er miðborgin okkar?

Texti: Ragna Gestsdóttir Tónlistarkonurnar Unnur Sara Eldjárn og Rebekka Sif Stefánsdóttir takast á við þessa spurningu og fleira með líflegum frásögnum af sögu miðbæjar Reykjavíkur, í bland við tónlist og virka þátttöku fjörugra grunnskólakrakka. Viðburðurinn fer fram á Borgarbókasafninu Grófinni mánudaginn 11. apríl kl. 13.00. Skoðað verður hvernig miðborgin okkar varð til, hvað einkenndi lífið þar í gamla daga og hvernig við sjáum hana fyrir okkur í framtíðinni. Að fyrirlestri loknum tekur við fjársjóðsleit utandyra í nánasta umhverfi Borgarbókasafnsins. Allir sem taka þátt í að finna fjársjóðinn fá verðlaun. Upplýsingar: borgarbokasafn.is.
Áskrift krafist
🎉 Prófaðu frítt í 7 daga
Fáðu ótakmarkaðan aðgang að öllum efni Birtíngs í 7 daga án greiðslu.
Prófa frítt núnaErtu þegar með aðgang?
Skráðu þig inn