Ein besta leiðin til að hætta tilfinningatengdu áti er að tengja sig aftur við eðlilega skynjun líkamans á hungri og þorsta. Eitt af því sem gerist þegar fólk borðar til að hugga sig eða bæla erfiðar tilfinningar er að það hættir að skynja hvenær það er mett og gera greinarmun á hungri og þorsta. Þess vegna er best að byrja á að borða eingöngu þegar maður er svangur til að kynnast hungri á nýjan leik.