Kúskús-salat með grænmeti, sítrónu og myntu

Umsjón/ Ágúst Halldór Elíasson Stílisti/ Maríanna Björk Ásmundsdóttir Myndir/ Gunnar Bjarki KÚSKÚS-SALAT MEÐ GRÆNMETI, SÍTRÓNU OG MYNTUFyrir 4 260 ml vatn, sjóðandi1 teningur kjúklingakraftur160 gr. kúskús1⁄2 gúrka, kjarnhreinsuð og smátt söxuð 1⁄2 rauðlaukur, smátt saxaður1⁄2 rauð paprika, smátt söxuð2 hvítlauksrif, smátt söxuð1 msk. steinselja, söxuð1⁄2 msk. mynta, söxuð3 msk. ólífuolía sítrónusafi eftir smekk salt og pipar eftir smekk Hitið vatnið að suðu og bætið kjúklinga- kraftinum saman við. Setjið kúskúsið í skál og hellið sjóðandi vatninu yfir. Hrærið örlítið með gaffli. Hyljið síðan yfir skálina með plastfilmu og látið standa í u.þ.b. 10 mínútur. Skerið grænmetið og hrærið því saman við kúskúsið með gaffli. Bragðbætið með salti, sítrónusafa og ólífuolíu.
Áskrift krafist
🎉 Prófaðu frítt í 7 daga
Fáðu ótakmarkaðan aðgang að öllum efni Birtíngs í 7 daga án greiðslu.
Prófa frítt núnaErtu þegar með aðgang?
Skráðu þig inn