Léttir og ferskir eða heitir og heillandi sumarilmir
Nú er kominn tími til að velja sér ilm fyrir sumarið, leggja til hliðar vetrarilmin. Margar konur velja léttari ilm á sumrin, ilm sem angar af ferskleika á meðan aðrar vilja ilm sem minnir á heitar sumarnætur, sól og sanda.