Svala Ísfeld Ólafsdóttir, dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík, hefur helgað sinn starfsferil því að rannsaka kynferðisbrot og birtingarmynd þeirra í íslensku samfélagi. Hún ólst upp í Reykjavík og uppgötvaði snemma á akademíska ferlinum að draumurinn væri að kenna refsirétt við háskóla. Á fimmtugsaldri kláraði hún frönskunám í háskóla til að bjarga sér á ferðalögum og lesa bækur eftir uppáhalds frönsku skáldin sín.
