Við hljóðláta götu í Skerjafirðinum býr parið Brynhildur Guðjónsdóttir, leikkona, leikstjóri og fráfarandi leikhússtjóri Borgarleikhússins, og Heimir Sverrisson leikmyndahönnuður, ásamt hundinum Lottu. Húsið keyptu þau árið 2019 eftir að hafa fylgst með því í nokkur ár áður. Þau breyttu miklu við kaupin en fannst mikilvægt að halda í upp runalega mynd hússins.
