Málörvun mikilvæg í uppeldinu

Texti: Unnur H. JóhannsdóttirMynd: Hákon Davíð Björnsson Talmeinafræðingar gera í samvinnu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins málþroskaathuganir á börnum sem standast ekki málþroskaviðmið í 18 mánaða skoðun. Í kjölfar tilvísunar bjóða þeir upp á foreldramiðaða, snemmtæka íhlutun. Talmeinafræðingarnir Kristín Th. Þórarinsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Anna Ósk Sigurðardóttir starfa allar á Heyrnar- og talmeinastöð Íslands og fræða lesendur Vikunnar um málþroskann og mikilvægi málörvunar. „Talmeinafræðingar sinna fjölbreyttum hópi fólks á öllum æviskeiðum, allt frá ungbörnum til aldraðra. Starf þeirra felst í greiningu og íhlutun á mál- og talmeinum. Þeir sinna vanda sem t.d. málþroskaröskun, framburðar- og hljóðkerfisröskunum, stami, raddveilum, tjáningarerfiðleikum eftir heilablóðfall og kyngingartregðu....
Áskrift krafist
🎉 Prófaðu frítt í 7 daga
Fáðu ótakmarkaðan aðgang að öllum efni Birtíngs í 7 daga án greiðslu.
Prófa frítt núnaErtu þegar með aðgang?
Skráðu þig inn