Mér finnst rigningin góð
Það er lítið annað að gera á blautu sumri en að skella Grafík á fóninn og syngja hástöfum með Helga: „Mér finnst rigningin góð.“ Jákvæðni flytur fjöll, það get ég sagt ykkur, og það má alltaf fagna því að gróðurinn þrífst best þegar hann er ekki þyrstur. Munum að það er enginn verri þótt hann vökni aðeins, leyfum okkur að fjárfesta í góðum regnfatnaði og njótum sumarsins með stæl.
Umsjón: Steinunn Jónsdóttir
Myndir: Frá söluaðilum