Nýtt frá Louis Poulsen - Moonsetter
Moonsetter er nýr gólflampi frá fyrirtækinu, hannaður af arkitektinum og hönnuðinum Anne Boysen. Ljósið vann hönnunarsamkeppnina Next Danish Design Classic árið 2020 en keppnin gekk út á það að hanna gólflampa sem afmarkaði svæði innan ákveðins rýmis.Í kjölfarið hófst samstarf Louis Poulsen og Boysen. Hugmyndin var þróuð áfram frá prótótýpu til endanlegrar hönnunar sem nú er komin í framleiðslu. Lampinn hefur fallega og óvenjulega lögun og er óhætt að segja að hann sé ekki einungis ljósgjafi heldur stendur hann einnig sem skúlptúr.Hágæða hönnun sem örvar öll skynfæri líkamans. Epal er söluaðili Louis Poulsen á Íslandi.
Áskrift krafist
Til að lesa þetta efni þarftu að vera áskrifandi að Birtíng.
🎉 Prófaðu frítt í 7 daga
Fáðu ótakmarkaðan aðgang að öllum efni Birtíngs í 7 daga án greiðslu.
Prófa frítt núnaErtu þegar með aðgang?
Skráðu þig inn