Ómótstæðilegar lengjur með trönuberjum og hvítu súkkulaði

Umsjón/ Sólveig JónsdóttirStílisti/ Hanna Ingibjörg ArnarsdóttirMynd/ Hákon Davíð Björnsson LENGJUR MEÐ TRÖNUBERJUM OG HVÍTU SÚKKULAÐIum 30 bitar 100 g smjör1 dl sykur2 msk. síróp2 ½ dl hveiti1 tsk. lyftiduft100 g þurrkuð trönuber100 g hvítir súkkulaðidropar Hitið ofninn í 180°C. Þeytið smjör, sykur og síróp vel saman. Blandið hveiti, lyftidufti, trönuberjum og súkkulaðinu út í. Hnoðið deigið vel saman og skiptið í tvo hluta, fletjið þá út í sporöskjulaga form og setjið á plötu með bökunarpappír. Bakið í 12-15 mín. Látið lengjurnar kólna dálítið áður en þær eru skornar í bita.
Áskrift krafist
🎉 Prófaðu frítt í 7 daga
Fáðu ótakmarkaðan aðgang að öllum efni Birtíngs í 7 daga án greiðslu.
Prófa frítt núnaErtu þegar með aðgang?
Skráðu þig inn