Sjarmerandi bústaður á Þingvöllum – Þar sem nostalgían svífur yfir vötnum

Umsjón/ Guðný Hrönn Myndir/ Hákon Davíð Björnsson Nýverið lögðum við leið okkar að Þingvallavatni til að skoða þennan krúttlega og notalega bústað. Þetta litla A-hús var byggt árið 1965 og vekur eflaust upp nostalgíu hjá mörgum enda hafa eigendur lagt áherslu á að halda í upprunalegt útlit. Bústaðurinn stendur á stórri og gróinni lóð og falleg náttúran er alltumlykjandi. Eigendur bústaðarins segja að hérna sé dásamlegt að vera á góðviðrisdögum á sumrin en ekki síður yfir vetrartímann. Hjónin Dagrún Davíðsdóttir og Kristinn Darri Arinbjargarson, kallaður Darri, eiga bústaðinn. „Hann er bara æði. Þetta er lítið og sætt afdrep,“ segir Dagrún þegar hún er beðin...
Áskrift krafist
🎉 Prófaðu frítt í 7 daga
Fáðu ótakmarkaðan aðgang að öllum efni Birtíngs í 7 daga án greiðslu.
Prófa frítt núnaErtu þegar með aðgang?
Skráðu þig inn