Skapaðu eigin tónlist

Texti: Ragna Gestsdóttir Langar þig að búa til þína eigin tónlist? Hjá Púlz-tónlistarskólanum geta byrjendur og lengra komnir lært að búa til takta, taka upp söng og hljóðfæraleik en einnig lært hvernig á að mixa og mastera. Námskeiðið er ætlað byrjendum og lengra komnum sem hafa brennandi áhuga á tónlistarsköpun. Helstu tónlistarforrit samtímans eru skoðuð eins og Ableton Live, Logic, Cubase, Reason og FL Studio. Kennarar námskeiðsins eru engir nýgræðingar þegar kemur að tónlistarsköpun en það eru Steinar Fjeldsted (Quarashi) og Bjarki Ómarsson (BOMARZ), en báðir hafa mikla reynslu af tónlistarsköpun og -kennslu. Upplýsingar: pulz.is
Áskrift krafist
🎉 Prófaðu frítt í 7 daga
Fáðu ótakmarkaðan aðgang að öllum efni Birtíngs í 7 daga án greiðslu.
Prófa frítt núnaErtu þegar með aðgang?
Skráðu þig inn