Snúsið er ekki þess virði

Texti: Steingerður Steinarsdóttir Mikið er gott að ýta á snústakkann á vekjaranum á morgnana og halda áfram að dotta svolitla stund. En þessar dásamlegu fimm, tíu eða fimmtán mínútur eru dýru verði keyptar. Nýjar rannsóknir sýna að snúsið setur líkamsklukkuna úr skorðum og kemur niður á einbeitingu og skýrleika í hugsun það sem eftir er dagsins. Það er orðin föst venja hjá sumu fólki að snúsa, ýta á takkann sem slekkur á skerandi hringingunni næstu mínúturnar og endurtaka svo leikinn þegar hún byrjar aftur. Að meðaltali snúsa þessir einstaklingar frá 10 upp í 23 mínútur á hverjum morgni. Ástæðan er...
Áskrift krafist
🎉 Prófaðu frítt í 7 daga
Fáðu ótakmarkaðan aðgang að öllum efni Birtíngs í 7 daga án greiðslu.
Prófa frítt núnaErtu þegar með aðgang?
Skráðu þig inn