Sögur-Bókaverðlaun barnanna

Texti: Ragna Gestsdóttir Á sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 21. apríl kl. 14 verður hátíð í Borgarbókasafninu Grófinni. Þar verður tilkynnt hvaða fimm íslenskar og fimm þýddar bækur börnin völdu sem áhugaverðustu bækur síðasta árs. Þessar bækur komast áfram í kosningu KrakkaRÚV, Sögur – verðlaunahátíð barnanna sem verður opnuð með hátíðlegri athöfn á þessari hátíð. Í framhaldinu verða 10 heppin börn sem tóku þátt í Bókaverðlaunum barnanna verðlaunuð. Hestakonan Björk Jakobsdóttir, höfundur barnabókarinnar Hetju, skemmtir okkur ásamt lestrarhestinum honum Sleipni. Upplýsingar: borgarbokasafn.is.
Áskrift krafist
🎉 Prófaðu frítt í 7 daga
Fáðu ótakmarkaðan aðgang að öllum efni Birtíngs í 7 daga án greiðslu.
Prófa frítt núnaErtu þegar með aðgang?
Skráðu þig inn