Karítas Óðinsdóttir er fædd og uppalin í sveit í Borgarfirðinum en býr í dag í Reykjavík ásamt kærastanum sínum og kisunni Arthúr. Hún starfar sem plötusnúður og tónlistarkona og stundar nám meðfram því. Hennar helstu áhugamál eru ferðalög, tónlist, tíska, að fara á hestbak, vera í náttúrunni og verja tíma með fjölskyldu og vinum. Það er alls konar skemmtilegt á döfinni hjá henni í sumar, hún er meðal annars að spila í nokkrum brúðkaupum og á fleiri viðburðum og síðan ætlar hún að vera dugleg að ferðast þar á milli og kíkja heim í sveitina.