Sunna Björg Gunnarsdóttir vinnur sem lögfræðingur á daginn og spunaleikkona með Improv Ísland á kvöldin. Hún býr á Flókagötu með manninum sínum og börnum, og elskar að elda og borða góðan mat með fjölskyldu og vinum. Í frítímanum heldur hún úti Instagramminu @rvkfoodie. Áhugamálin hennar eru allt sem tengist sköpun og hefur hún verið að gera keramik, ljóð og fleira skemmtilegt þegar hún hefur tíma.
