Súkkulaði- og hnetuklumpar
15. desember 2022
Eftir Guðný Hrönn

Umsjón/ Sólveig JónsdóttirStílisti/ Guðný HrönnMyndir/ Rakel Rún Garðarsdóttir Þessir geymast vel í kæli og eru jafn góðir með kaffibollanum og ísköldu mjólkurglasi. KLUMPAR12 stykki 270 g 85% súkkulaði125 g salthnetur50 g þurrkuð trönuber100 g kasjúhnetur30 g kókosflögur Bræðið súkkulaðið í örbylgjuofni við vægan hita eða yfir vatnsbaði. Hrærið salthnetum, trönuberjum, kasjúhnetum og kókosflögum saman við. Notið skeið til að móta nettar hrúgur af blöndunni á plötu með bökunarpappír eða setjið í sílíkonmúffuform. Kælið vel.
🔒
Áskrift krafist
🎉 Prófaðu frítt í 7 daga
Fáðu ótakmarkaðan aðgang að öllum efni Birtíngs í 7 daga án greiðslu.
Prófa frítt núnaErtu þegar með aðgang?
Skráðu þig inn