Súkkulaði sem kemur sælkerum í jólaskap

Umsjón: RitstjórnMyndir: Aðsendar Vetrarlína Omnom inniheldur þrjár tegundir súkkulaðis og innblásturinn kemur úr jólahefðum og þeim bragðheimi sem einkennir íslensk jól. Spiced White + Caramel-súkkulaðið er einstaklega jólalegt en þar leika malt og appelsínur aðalhlutverkið. Kryddað, maltað hvítt súkkulaðið með appelsínuberki, kanil og stökkri karamellu kemur sælkerum í jólaskap. Milk + Cookies fangar einnig jólaandann en markmiðið þar var að framkalla bragð sem minnir á piparkökur og ískalda mjólk sem er mörgum ómissandi tvenna á jólunum. Ljúffengt súkkulaði og ekki skemma fallegu umbúðirnar fyrir.
Áskrift krafist
🎉 Prófaðu frítt í 7 daga
Fáðu ótakmarkaðan aðgang að öllum efni Birtíngs í 7 daga án greiðslu.
Prófa frítt núnaErtu þegar með aðgang?
Skráðu þig inn