Súkkulaðidraumur

Umsjón/ Guðný Hrönn Stílisti/ María Erla Kjartansdóttir Myndir/ Hallur Karlsson Þessi kokteill sómir sér vel sem eftirréttur eftir góða máltíð en hér er spennandi súkkulaðilíkjör í aðalhlutverki. Súkkulaðidraumur glas á fæti Þennan kokteil er gaman að bjóða upp á sem eftirrétt eftir góða máltíð. 35 ml Tobago Gold Chocolate Rum Cream-líkjör 15 ml romm 10 ml karamellusíróp, við notuðum frá Sukrin 10-12 myntulauf 2 dropar appelsínu-bitter, við notuðum frá Angostura 1 tsk. sjávarsalt Setjið allt hráefnið í kokteilhristara með klökum og hristið vel í 20 sekúndur. Hellið í gegnum sigti yfir í glas á fæti og setjið einn stóran klaka í. Skreytið með myntu ef vill.
Áskrift krafist
🎉 Prófaðu frítt í 7 daga
Fáðu ótakmarkaðan aðgang að öllum efni Birtíngs í 7 daga án greiðslu.
Prófa frítt núnaErtu þegar með aðgang?
Skráðu þig inn