Menning
Katalónskur bragðheimur | Það besta sem Barselóna hefur upp á að bjóða
Sóley Björk Guðmundsdóttir ákvað að breyta rækilega til á tímum covid. Eftir stutta viðveru bæði í Þýskalandi...
Argentínsk sætindi heilla landann
Umsjón/ Telma Geirsdóttir Myndir/ Sunna Gautadóttir Hin argentínska Carla Valvo fluttist til Íslands stuttu áður en covid skall á. Hún hafði...
Rými vellíðanar á Sólarganginum
Umsjón/ Telma Geirsdóttir Myndir/ Sunna Gautadóttir Gestir Vesturbæjarlaugar hafa margir hverjir beðið spenntir eftir opnun nýrra sánuklefa á laugarsvæðinu. Biðin...
Á persónulegu nótunum með Rolf HAY
Umsjón/ Elva Hrund Ágústsdóttir Myndir/ Úr einkasafni HAY Síðastliðið ár fagnaði húsgagnaverslunin Epal 50 ára starfsafmæli þar sem...
Völvan 2026: Aron Einar í rauðu á ný
Völva Vikunnar rýndi í íþróttirnar á komandi ári og sá ýmislegt spennandi framundan. Hér...
„Að upplifa hversdagsleikann og draga frá honum perlur og gimsteina“
Fjöllistakonan Raffaella Brizuela Sigurðardóttir segir það ævilanga spurningu þegar hún er spurð hvernig hún myndi lýsa sjálfri sér. Hún er...
Þegar móðir lifir í heilindum og samhljómi, endurstillist umhverfi hennar
Ingeborg Andersen er búsett á Miðdalsheiði við Krókatjörn, sem tilheyrir Mosfellsbæ, og á hún ásamt sambýlismanni sínum lítinn skóg...
Völvan 2026: Þjóðin svartsýnni en tilefni er til
Umsjón: Ritstjórn Vikunnar Það var ískalt og svartamyrkur nóvembermorguninn þegar blaðamaður Vikunnar hélt af stað fótgangandi til fundar við Völvuna. Leiðin lá að reisulegu húsi í Gamla Vesturbænum þar sem Völvan hafði spáð svo listilega rétt fyrir um menn og málefni sléttu ári áður. Þegar blaðamaður hringdi dyrabjöllu kjallaraíbúðarinnar kom þreytuleg unglingsstúlka til dyra, ranghvolfdi augunum og bað hann að fylgja sér út í myrkrið. Leiðin tók óvænta stefnu niður að Reykjavíkurhöfn og inn um dyr ómerktrar verbúðar. Þar tekur þá Völva Vikunnar á móti blaðamanni að þessu sinni. Hún er með mittissítt grátt hár og langar svartlakkaðar neglur, gömul og ung í senn. Tignarleg kona með dularfullt fas. Það er þykkur reykelsisilmur í loftinu og eina birta rýmisins stafar frá logandi kertastubbum sem er dreift hist og her. Þetta er greinilega vinnustofa listmálara. Völvan situr klofvega á kolli umkringd málningartrönum, strigum, tómum túpum og hálfkláruðum málverkum. Á trönum í miðju verbúðarinnar stendur flennistórt portrett af Kristrúnu Frostadóttur. „Eins og þú sérð situr forsætisráðherra á forystufé,“ segir Völvan þegar blaðamann ber að garði. Blaðamanni hafði verið starsýnt á andlit Kristrúnar og hafði hvorki tekið eftir ærinni sem hún situr í söðli á, né getað greint á milli forystusauðs og venjulegrar rollu þó líf hans lægi við. „Þetta forystufé táknar Kristrúnu. Hún er þrjósk og ákveðin kona sem veit hvað hún vill. Því hafa samstarfsfélagar hennar kynnst eftir þetta tæpa ár hennar í forsætisráðuneytinu. Þau sem kunna best á Kristrúnu vita að trikkið er að láta hana halda að hún sé að fá hugmyndirnar sjálf,“ segir Völvan og býður blaðamanni sæti í sinnepsgulan flauelsófa sem hann sekkur í. „Þar með er ég ekki að segja að hún fái ekki hugmyndirnar sjálf. Hún er hugmyndarík og lausnamiðuð kona. En í hennar heimi er ekki sama hvaðan gott kemur.“ ...
Kúla Völvunnar reyndist kristaltær
Umsjón: Ritstjórn Vikunnar Völva Vikunnar reyndist ótrúlega sannspá um menn og málefni ársins sem nú er á enda. Eurovision, jarðeldar og Sjálfstæðisflokkurinn eru á meðal þeirra málefna sem hún virtist sjá vel inn í framtíðina. Trúmálin Það fyrsta sem Völva síðasta árs nefndi var að þjóðin myndi halla sér aftur að þjóðkirkjunni. Bjart væri yfir biskupi Íslands og einhver óútskýrð öfl væru að styrkja trú Íslendinga. Það reyndist rétt, en greint var frá stóraukinni kirkjusókn ungra manna á árinu. Útvarpsþátturinn Lestin á Rás 1 ræddi við unga karlmenn sem skipuleggja hópferðir í messur þjóðkirkjunnar og fylgjast með kristnum áhrifavöldum. Á árinu hefur biskup Íslands, frú Guðrún Karls Helgudóttir, vakið mikla athygli, farið í opinberar heimsóknir til Úkraínu og talað opinberlega gegn hatursorðræðu sem birt var í Ríkisútvarpinu. Forseti Íslands ...