Heiða Björg Hilmisdóttir tók við embætti borgarstjóra þann 21. febrúar 2025 eftir að Einar Þorsteinsson fyrrverandi borgarstjóri sleit meirihlutasamstarfi í borgarstjórn Reykjavíkur í kjölfar ágreinings innan borgarstjórnar. Meirihluti nýrrar borgarstjórnar er skipaður fulltrúum Samfylkingarinnar, Flokks fólksins, Pírata, Sósíalista og Vinstri grænna, og er Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalista, forseti borgarstjórnar og Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna, formaður borgarráðs. Nýi borgarstjórnarmeirihlutinn hefur sagt helstu áherslur nýrrar borgarstjórnar vera húsnæðis- og velferðarmál, en hver er sýn Heiðu Bjargar þegar við skyggnumst inn í hennar líf og fáum að kynnast aðeins betur.
Dagarnir eru annasamir hjá borgarstjóranum en blaðamaður nær loksins tali af Heiðu Björgu á milli stríða. Heiða Björg hefur komið víða við í atvinnulífinu, allt frá næringarfræði til þess að vinna við mjaltir. Þá segist hún leggja áherslu á að fara út fyrir þægindarammann og segir það styrkja mann að byggja upp líf sitt fjarri sínu tengslaneti og öryggisramma.