Tómatar með sinnepsvínagrettu og basilíku

Umsjón/ Arna EngilbertsdóttirMyndir/ Gunnar Bjarki Þroskaðir heirloom- eða bufftómatar eru fullkominn léttur forréttur. Hér fá þeir að liggja í dásamlegri sinnepsvínagrettu. Svo er algjör lúxus að nota fullt af ferskum kryddjurtum en hérna notum við basilíku sem fullkomnar réttinn. TÓMATAR MEÐ SINNEPSVÍNAGRETTU OG BASILÍKU3 þroskaðir íslenskir heirloom- eða bufftómatar, skornir örþunnt1 askja basilíka, við notuðum frá Vaxa SINNEPSVÍNAGRETTA2 msk. lífræn hágæða ólífuolía1 msk. lífrænt eplaedik1 tsk. gróft sinnep1/2 sítróna, safinn nýkreistur1 hvítlauksgeiri, smátt skorinnsalt og pipar Öllu blandað saman í skál. Raðið tómötunum á disk. Hellið vínagrettunni yfir tómatana og toppið með ferskri basilíku.
Áskrift krafist
🎉 Prófaðu frítt í 7 daga
Fáðu ótakmarkaðan aðgang að öllum efni Birtíngs í 7 daga án greiðslu.
Prófa frítt núnaErtu þegar með aðgang?
Skráðu þig inn