Veggurinn – listagallerí
28. júlí 2022
Eftir Guðný Hrönn

Í hönnunar- og listagalleríinu Skúmaskoti, Skólavörðustíg 21a, er boðið upp á leigu á veggplássi fyrir listafólk og hönnuði fyrir sýningar af ýmsu tagi. Veggurinn sem um ræðir er 2,5 m á breidd og 2,90 cm á hæð og honum fylgir gluggi sem snýr að Skólavörðustíg og Njálsgötu. Tilvalinn staður fyrir skapandi einstaklinga til þess að koma myndlist sinni og hönnun á framfæri. Lágmarksleigutími er ein vika en hægt er að hafa samband við verslunina fyrir frekari upplýsingar. Nánar: facebook.com/veggurinngallery Mynd/ Skúmaskot
🔒
Áskrift krafist
🎉 Prófaðu frítt í 7 daga
Fáðu ótakmarkaðan aðgang að öllum efni Birtíngs í 7 daga án greiðslu.
Prófa frítt núnaErtu þegar með aðgang?
Skráðu þig inn