Við erum það sem við borðum: Átröskun á öllum aldursskeiðum

Texti: Steingerður Steinarsdóttir Óheilbrigt viðhorf til matar er ríkjandi innan vissra hópa og í sumum fjölskyldum. Sífellt yngri börn sýna merki einhverra átröskunarsjúkdóma og áhyggjur af útliti sínu. Þess eru dæmi að tíu og ellefu ára stúlkubörn hafi þróað með sér anorexíu. Þetta er alvarleg þróun vegna þess að viðhorf einstaklingsins til sjálf sín mótast í æsku og erfitt getur reynst að komast út vítahring neikvæðrar sjálfsmyndar. Viðhorf fjölskyldna til útlits og líkamlegs atgervis eru mjög misjöfn. Íþróttaiðkun er til dæmis sjálfsagður hluti af lífinu hjá sumum en hreyfingarleysi er stíllinn hjá öðrum. Það sem börnum er innrætt í æsku...
Áskrift krafist
🎉 Prófaðu frítt í 7 daga
Fáðu ótakmarkaðan aðgang að öllum efni Birtíngs í 7 daga án greiðslu.
Prófa frítt núnaErtu þegar með aðgang?
Skráðu þig inn