„Viltu lofa mér því …“
Gömul vinkona mín og skólasystir giftist undir þrítugt manni sem mér fannst bæði afar leiðinlegur og ótrúlega frekur við hana. Hámark frekjunnar var, fannst mér, þegar hann lá banaleguna og reyndi að stjórna því hvernig hún lifði lífinu að honum látnum.

Njóta hvers dags sem manni er gefinn og sjá fegurðina í hinu smáa
Auður Hildur Hákonardóttir gaf nýverið út bók sem ber það skemmtilega heiti
Ef ég væri birkitré og er tileinkuð föður Hildar, Hákoni Guðmundssyni, hæstaréttarritara, sem var virtur og landsfrægur lögfræðingur. Hildur er fædd 1938, er hafsjór af fróðleik og er ein þeirra kvenna sem tóku virkan þátt í sögulegu starfi Rauðsokkanna á árunum 1970-1975. Hildur er nafn sem konur samtímans ættu að leggja vel á minnið,
því hún er grasrót og hugmyndasmiður Rauðsokkuhreyfingarinnar á Íslandi.
































