„Viltu lofa mér því …“
Gömul vinkona mín og skólasystir giftist undir þrítugt manni sem mér fannst bæði afar leiðinlegur og ótrúlega frekur við hana. Hámark frekjunnar var, fannst mér, þegar hann lá banaleguna og reyndi að stjórna því hvernig hún lifði lífinu að honum látnum.

Fann tóninn aftur hjá börnunum
Á fallegum haustdegi tekur leik- og tónlistarkonan Sigríður Eyrún Friðriksdóttir, eða Sigga Eyrún eins og hún er oftast kölluð, á móti blaðamanni á heimili sínu í Hlíðunum. Súkkulaðilykt og hlýir tónar fylla rýmið. Á þessu heimili ræður tónlistin ríkjum en húsráðendur gáfu nýverið út vögguvísuplötuna Lúllabæ, sem snertir við bæði yngri og eldri hlustendum og á jafn vel við hvort sem er á kvöldin, þegar kominn er tími til að kúra undir sæng, og yfir köku og kaffi í hádeginu.
































