Mars M. Proppé hefur verið að fást við margt skemmtilegt síðustu misseri. Hán hefur verið virkur þátttakandi í réttindabaráttu hinsegin fólks síðustu ár og sat m.a. í stjórn Samtakanna ’78. Milli funda og mótmæla hefur Mars verið að kenna stærðfræði og eðlisfræði en hefur snúið hlutverkum sínum við og er í meistaranámi í trúarbrögðum og vísindum. Mars Proppé hlaut Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar 2025 í flokki þýðinga fyrir bókina Kynsegin eftir Maia Kobabe í útgáfu Sölku.
