Vogue í fótspor Vikunnar

Texti: Ragna Gestsdóttir Í febrúarblaði hátískutímaritsins breska Vogue er fjallað um íslenska hönnuðinn Grace Achieng sem hannar undir merki Gracelandic. Vogue fjallar um Grace undir liðnum „Designer Profile.“ Ritstjóri Vogue, Edward Enninful, kemur fram með stórkostlegar forsíður og efnistök í hverju blaði. Í 38. tbl. Vikunnar í fyrra var viðtal við Grace, en hún er upprunnin í Kenía og fluttist til Íslands árið 2010. Áður en hún hóf samskipti við Íslending á netinu vissi hún ekki einu sinni að Ísland væri til. Grace stofnaði hönnunarmerkið Gracelandic í þeim tilgangi að hjálpa konum að skapa sér sjálfbæran fataskáp.
Áskrift krafist
🎉 Prófaðu frítt í 7 daga
Fáðu ótakmarkaðan aðgang að öllum efni Birtíngs í 7 daga án greiðslu.
Prófa frítt núnaErtu þegar með aðgang?
Skráðu þig inn