Victoria Snærós Bakshina er menntaður tungumálakennari og málvísindafræðingur frá Rússlandi og talar 12 tungumál. Hún er að eigin sögn eilífðarstúdent og tungumálanörd og segist finna fyrir sérstakri tengingu við íslenskar bókmenntir þar sem þær endurvöktu ástríðu hennar á bókmenntum eftir að faðir hennar lést árið 2016. Þegar hún er ekki að kenna rússnesku í Háskóla Íslands, íslensku í tungumálaskóla eða skrifa umsagnir um íslenskar skáldsögur eða kvikmyndir fyrir rússneska útgefendur, finnst henni gaman að borða góðan mat eða skella sér í handavinnu, eins og að krosssauma með bestu vinum sínum. Hún býr í Vesturbænum með svartasta ketti í heimi, Myrkva, og kettinum Xenu.
