Ár íslenska einsönglagsins

Sú nýstárlega skemmtun býðst í Salnum í vetur að halda upp á Ár íslenska einsöngslagsins kl. 13.30 á sunnudögum. Þetta er bráðskemmtileg tónleikaröð þar sem framúrskarandi einsöngvarar og píanóleikarar koma fram á átta tónleikum með fjölbreyttri efnisskrá. Á tónleikunum verður varpað ljósi á þær gersemar sem tónskáld og ljóðskáld liðins tíma og samtímans hafa skapað; bæði þekktar og óþekktar söngperlur. Þann 2. október koma fram söngvararnir Bryndís Guðjónsdóttir sópran, Gissur Páll Gissurarson tenór, Oddur Arnþór Jónsson baritón og Silja Elsabet Brynjarsdóttir mezzo-sópran. Undirleikarar á píanó eru Ástríður Alda Sigurðardóttir og Eva Þyri Hilmarsdóttir.

Þessa grein ásamt öllu öðru efni sem birtist í tímaritum Birtíngs getur þú lesið með því að gerast áskrifandi - Prófaðu frítt í 7 daga

Aðgangur að öllum tölublöðum Birtíngs

Lestu greinar og skoðaðu tölublöðin hvar og hvenær sem er

Með áskrift að vef Birtings getur þú lesið greinar og tölublöð þegar þér hentar. Þú getur einnig vistað tölublöðin á tækið þitt fyrir ferðalagið.