Leiðbeiningar

Kaup á áskrift

Viðskiptavinur velur áskriftarleið og býr til aðgang með þeim upplýsingum sem beðið er um:
Nafn, netfang, kennitala, lykilorð og kortanúmer ásamt tilheyrandi upplýsingum

Valin áskriftarleið er gjaldfærð með einni færslu á greiðslukort við kaup áskriftarleiðar. Áskrift endurnýjast sjálfkrafa eftir að áskriftartímabili lýkur sama mánaðardag og til hennar var stofnað nema áskrift sé sagt upp fyrir endurnýjunardagsetningu. 

Frí áskrift

Nýir viðskiptavinir geta valið 7 daga fría áskrift, sem veitir netaðgang að öllum blöðum Birtíngs. 

Áskriftin tekur gildi daginn sem til hennar er stofnað, og að sjö dögum liðnum endurnýjast hún sjálfkrafa í netáskrift, nema áskrift sé sagt upp fyrir endurnýjunardagsetningu.

Uppsögn áskriftar

Uppsögn áskriftar skal tilkynna á vefnum birtingur.is undir mínar síður fyrir 15. hvers mánaðar, og tekur hún gildi frá og með næstu mánaðarmótum frá móttöku. Ef uppsögn berst eftir þann tíma mánaðarins þá tekur hún gildi frá og með þarnæstu mánaðarmótum frá móttöku. 

Áskriftarskilmála má lesa í heild sinni hér

Innskráning á vef

Áskrifandi skráir sig inn með notendanafni og aðgangsorði.
Hafi áskrifandi gleymt aðgangsorði sínu má óska eftir nýju með því að skrá netfang inn.

Ef einhverjar spurningar vakna má senda tölvupóst á askrift@birtingur.is