Um Birtíng

Birtíngur útgáfufélag var stofnað haustið 2006 en áður hét fyrirtækið Fróði.
Félagið var stærsti útgefandi tímarita á Íslandi og í dag sá eini sem hefur einhver umsvif á þeim markaði. Þegar mest lét gaf félagið út tíu tímarit en margt hefur breyst á þeim tíma, má þar nefna byltingu í tækni og fjarskiptum. Þau tímarit voru m.a Sagan öll, Nýtt líf, Júlía, Brúðkaupsblaðið, Mannlíf, Heilsan, Ferðablaðið, Golfblaðið, Bleikt og blátt, Skakki turninn, Goal og Ísafold. 
Eftir standa þó þrjú sterk tímarit í blaðaútgáfu, þau eru Gestgjafinn, Hús og híbýli og Vikan. Prentuð eru að meðaltali yfir árið rúmlega 37 þúsund eintök sem skiptast á milli lausasölu í helstu verslunum landsins og áskrifenda.