Mörg okkar vilja halda í hefðirnar og hjá sumum kemur ekkert annað til greina en graflax eða grillaður humar til að hefja jólamáltíðina. Hér eru þó nokkrar nýjar tillögur að forréttum sem líka má bjóða upp á sem smárétti í boðinu. Einfaldleikinn er í fyrirrúmi og svo er líka hægt að útbúa þessa rétti með dálitlum fyrirvara til að minnka hugsanlegt hátíðarstress.