Hrafnhildur Sif Þórólfsdóttir er áhugabakari og sælkeri mikill. Hún er þó ekki einungis áhugamaður um bakstur heldur einnig um matreiðslu og kokteilagerð. Hér deilir hún með okkur uppskriftum úr eigin hugmyndabanka. Pistasíuköku og jólalegum en jafnframt ferskum mandarínu – og kanilkokteil sem sómir sér vel í jólakökuboðinu, en Hrafnhildi finnst gaman að prófa sig áfram í uppskriftagerð.
Kökurnar hennar Hrafnhildar vekja ávallt mikla eftirtekt og þegar ég spyr hana hvaðan hún fái innblástur að skreytingum segir hún mér að það sé víða frá. ,,Mér finnst mjög gaman að fylgja fólki á Instagram og fá innblástur frá öðrum enda ekkert alltaf hægt að finna upp hjólið.“