„Fáránlegt að geta ekki leitað réttar síns án þess að afleiðingarnar verði einhvers konar útilokun“

Óhætt er að segja að Þóra Einarsdóttir hafi verið meðal fremstu óperusöngvara þjóðarinnar um árabil. Haustið 2019 fór hún með hlutverk Súsönnu í Brúðkaupi Fígarós sem Íslenska óperan setti upp. Í ljós kom að Óperan hafði ekki virt samninga við einsöngvara í sýningunni og stefndi Þóra Óperunni vegna vangoldinna launa. Í Héraðsdómi Reykjavíkur var Íslenska óperan sýknuð af kröfu Þóru en hún áfrýjaði málinu til Landsréttar þar sem hún fór með sigur úr býtum. Þóra segir aldrei hafa verið neinn vafa í sínum huga að eitthvað yrði að gera í málinu en henni hafi þó komið á óvart viðbrögð Óperunnar og einnig sumra kollega sinna. Þóra, sem áður hafði nóg að gera í íslensku tónlistarlífi segir símann hafa stoppað þegar hún höfðaði málið gegn Óperunni. Það er þó engan bilbug á henni að finna, enda á ýmislegt annað hug hennar allan þessa dagana, þótt hún sæki enn þá næringu í tónlistina.

Þessa grein ásamt öllu öðru efni sem birtist í tímaritum Birtíngs getur þú lesið með því að gerast áskrifandi - Prófaðu frítt í 7 daga

Aðgangur að öllum tölublöðum Birtíngs

Lestu greinar og skoðaðu tölublöðin hvar og hvenær sem er

Með áskrift að vef Birtings getur þú lesið greinar og tölublöð þegar þér hentar. Þú getur einnig vistað tölublöðin á tækið þitt fyrir ferðalagið.