Frumraun Jodie Comer á West End

Breska leikkonan Jodie Comer, sem þekkust er fyrir leik hennar í sjónvarpsþáttunum Killing Eve, á stórleik í frumraun sinni á West End. Um er að ræða uppfærslu Breska Þjóðleikhússins á verkinu Prima Facie. Verkið er sýnt í Bíó Paradís laugardaginn 23. júlí kl. 15 og miðvikudaginn 27. júlí kl. 19. Verkið fjallar um Tessu sem er ung og upprennandi lögmaður. Hún hefur unnið sig upp í starfi út frá eigin verðleikum en þegar óvæntur atburður á sér stað neyðist hún til þess að horfast í augu við feðraveldið þar sem sönnunarbyrði og siðferðisvitund kallast á. Upplýsingar. bioparadis.is.

Þessa grein ásamt öllu öðru efni sem birtist í tímaritum Birtíngs getur þú lesið með því að gerast áskrifandi - Prófaðu frítt í 7 daga

Aðgangur að öllum tölublöðum Birtíngs

Lestu greinar og skoðaðu tölublöðin hvar og hvenær sem er

Með áskrift að vef Birtings getur þú lesið greinar og tölublöð þegar þér hentar. Þú getur einnig vistað tölublöðin á tækið þitt fyrir ferðalagið.