Nýverið kíktum við í heimsókn til hennar á Flókagötu en hún hefur búið þar frá árinu 1988 og raunar lengur en foreldrar hennar bjuggu í kjallara hússins þegar Gulla var barn. Um leið og inn er komið er greinilegt að þar býr skapandi manneskja sem hefur gott auga fyrir fallegum hlutum og hönnun.