Gluggað í heim örveranna

Í Borgarbókasafninu í Grófinni opnar Alda Ægisdóttir gestum og gangandi glugga inn í heim örveranna. Hún er reykvísk listakona og sýninguna Útópíu setur hún saman úr fjölbreyttum efnivið. Þetta er innsetning sem samanstendur af skúlptúrum sem allir eiga það sameiginlegt að vera innblásnir af frumum og örverum. Þessi huldi heimur hins smágerða sem maðurinn hefur annars ekki aðgang að nema gegnum smásjár er hér stækkaður og dreginn upp í fögrum litum og skemmtilegum formum. Sýningunni lýkur sunnudaginn 23. október og því um að gera að drífa sig til að skoða.

Þessa grein ásamt öllu öðru efni sem birtist í tímaritum Birtíngs getur þú lesið með því að gerast áskrifandi - Prófaðu frítt í 7 daga

Aðgangur að öllum tölublöðum Birtíngs

Lestu greinar og skoðaðu tölublöðin hvar og hvenær sem er

Með áskrift að vef Birtings getur þú lesið greinar og tölublöð þegar þér hentar. Þú getur einnig vistað tölublöðin á tækið þitt fyrir ferðalagið.