Agnes Löve, píanóleikari og fyrrverandi skólastjóri Tónlistarskóla Garðabæjar, hélt upp á 80 ára afmæli sitt þann 8. febrúar síðastliðinn og leikurinn hófst strax um morguninn á hárgreiðslustofunni Hársögu á Hótel Sögu. Þar var vel tekið á móti Agnesi enda hefur hún verið þar viðskiptavinur í mörg ár.