„Góður læknir þarf að hlusta“ 

Guðrún Aspelund er nýr sóttvarnalæknir. Hún segir margt hafa lærst af COVID-faraldrinum þó að enn sé verið að rýna gögn. Það hafi t.d. komið í ljós hvað hægt sé að gera margt utan spítalans og að stjórnvöld hafi hlustað á lækna og vísindamenn, hér hafi dánartíðni verið lægri en í löndunum í kring og skólar hafi haldist opnir. Hún segir jafnframt að samstarfið við Almannavarnir hafi verið afar gott en að aðgerðirnar hafi líka miðast við að vernda heilbrigðiskerfið og spítala allra landsmanna. Guðrún telur að í framtíðinni megum við búast við aukinni tíðni faraldra, m.a. vegna ferðalaga, vöruflutninga og umhverfismála. Til þess að mæta því verði að ganga hratt í að klára nýjan spítala og auka mannafla.  

Þessa grein ásamt öllu öðru efni sem birtist í tímaritum Birtíngs getur þú lesið með því að gerast áskrifandi - Prófaðu frítt í 7 daga

Aðgangur að öllum tölublöðum Birtíngs

Lestu greinar og skoðaðu tölublöðin hvar og hvenær sem er

Með áskrift að vef Birtings getur þú lesið greinar og tölublöð þegar þér hentar. Þú getur einnig vistað tölublöðin á tækið þitt fyrir ferðalagið.