Það jafnast fátt á við ilminn á aðfangadegi sem lokkar mann í eldhúsið en þar hefst hátíðin. Hefðir eru í hávegum hafðar á jólunum og er jólamaturinn þar engin undantekning. Sumir eru ævintýragjarnir og óhræddir við nýjungar á meðan aðrir vilja fá sinn hamborgarhrygg og jólaís. Enn aðrir þurfa að aðlaga jólin að breyttum matarvenjum fjölskyldu og vina en með því koma líka spennandi tækifæri til að skapa nýjar hefðir.