Heimili sem gefur lífinu lit

Við skoðuðum á dögunum fallega íbúð við Nýlendugötu. Húsið er fagurgult að lit og tignarlegt og er til mikillar prýði í þessu rótgróna hverfi. Það var reist árið 1926 og var byggt í nýklassískum stíl undir svokölluðum júgendáhrifum eða Art Noveau sem á rætur sínar að rekja til Frakklands. Stefnan var mjög áberandi í lista- og hönnunarheiminum og náði hápunkti sínum í kringum árið 1900. Stíllinn er nokkuð rómantískur og einkennist einna helst af frjálslegum formum náttúrunnar, mjúkum línum og hinum ýmsu skrautlegu smáatriðum en húsið ber þess skýr merki. Virðulegur bogadreginn stigi leiðir upp á þriðju hæð þar sem íbúðin er staðsett en hér búa þau Rakel Sif Haraldsdóttir og Gissur Ari Kristinsson. Kaffiilmurinn fyllir íbúðina og setur tóninn um leið og gengið er inn á þetta líflega heimili sem þau hafa búið sér. Birtuskilyrði þessa árstíma eru falleg og teygja sólargeislarnir sig inn til okkar og leika við myndavélina.

Þessa grein ásamt öllu öðru efni sem birtist í tímaritum Birtíngs getur þú lesið með því að gerast áskrifandi - Prófaðu frítt í 7 daga

Aðgangur að öllum tölublöðum Birtíngs

Lestu greinar og skoðaðu tölublöðin hvar og hvenær sem er

Með áskrift að vef Birtings getur þú lesið greinar og tölublöð þegar þér hentar. Þú getur einnig vistað tölublöðin á tækið þitt fyrir ferðalagið.